Sokkurinn sem sneri aftur

Það er mikill misskilningur að ég vilji ekki vinna húsverk. Ég vil það gjarnan, en í hvert skipti sem ég ætla að gera eitthvað fyllist ég undarlegu magnleysi. Þeir sem eru með ofnæmi vita hvað ég að að tala um. Mann langar til þess að borða eitthvað, en ef maður gerir það veikist maður, byrjar að hnerra, fær útbrot eða þrútnar allur, algjörlega ósjálfrátt.

Að vísu fæ ég ekki útbrot af húsverkum. Það tæmist einfaldlega á batteríunum hjá mér um leið og ég fer að hugsa um þau. Tökum dæmi. Óhreinan þvott get ég vel borið milli hæða og þó að það kunni að vera talsvert hlass kveinka ég mér ekki við því.

Allt öðru máli gegnir um það að flokka þvottinn þegar hann er orðinn hreinn. Reyndar get ég brotið saman handklæði, en þegar kemur að því að flokka sokka færist yfir mig höfgi, sjónin verður óskýr og ég get varla lyft höndunum. Þetta er auðvitað mjög óþægilegt því að ég á 87 sokka, það er 43½ par. Og ég þoli ekki að vera í ósamstæðum sokkum. Einhver kynni að telja það lítið mál því að nánast allir sokkarnir mínir eru dökkir. Sá hinn sami skilur ekki hve hræðileg upplifun það er að horfa á fæturna á sér og uppgötva allt í einu að sokkarnir eru í mismunandi dökkgráum lit. Mínir sokkar eru í fimmtíu gráum skuggum.

Þar að auki þoli ég ekki að vera í sokkum með gati á (ég sé allmörgum körlum nákomnum mér að þetta truflar þá lítið, en mér finnst líka leiðinlegt að horfa á karla í götóttum sokkum). Það er líka afar þreytandi að horfa á menn í hvítum íþróttasokkum við jakkaföt.

Berfættur get ég ekki verið meira en eina og hálfa mínútu nema ég sé undir sæng. Annars byrja ég að hnerra og leggst með lungnabólgu ef mínúturnar verða þrjár.

Sokkar eru sem sagt alvörumál. Þess vegna er það alvarleg hömlun að geta ekki flokkað 87 sokka í 43½ par á endanlegum tíma. Ég ræð við fjögur pör. Kannski fimm. Það þýðir að ég yrði næstum mánuð að flokka alla sokkana mína. Svo kemur í ljós þegar búið er að para þá saman sem saman eiga eru pörin í raun aðeins 39 og níu stakir sokkar standa eftir.

Einhver tæki þessu fagnandi og semdi um þetta ljóð: „Níu stakir sokkar“ (Lag: Fjórir kátir þrestir), en ég fer að velta því fyrir mér hvað ég eigi að gera við þessa níu sokka. Uppi í sokkaskúffunni eru nefnilega fimm stakir sokkar síðan síðast og það er hugsanlegt að einhverjir þeirra passi við þessa stöku sem nú liggja óflokkaðir á borðinu.

Ef ég er heppinn passa þrír. Það þýðir að stöku sokkunum sem ég set sér í skúffu fjölgar í hverjum þvotti. Ég geymi þá nefnilega því að í næsta þvotti gætu komið í ljós félagar þeirra frá fyrri tíð. Þvottavélar éta nefnilega ekki bara sokka heldur skila þeim stundum aftur, sérstaklega ef maður hendir einum stökum, sem lengi hefur beðið sálufélaga.

Piet Hein var stærðfræðingur og tilfinningavera. Hann hefði skilið mig vel og orti:

TRØSTE-GRUK

Den, som taber sin ene handske,
er heldig i forhold til den,
som taber den ene,
kasserer den anden . . .
og finder den første igen.

Þess vegna hendi ég aldrei sokkum nema þeir séu með gati, þá fara þeir strax. Samt getur borgað sig að eiga hinn, því oft á ég nokkur pör sem eru eins og því virkar þessi staki sem varasokkur þegar annar tekur upp á því að slitna.

Gerður Kristný skrifaði einu sinni bók um Land hinna týndu sokka. Það hefði ég líka getað skrifað um ef hún hefði ekki verið búin að því.

Það þarf varla að taka fram að ég er ekki heilan mánuð að flokka sokkana mína. Vigdís gerir það á fjórum mínútum með 96% nákvæmni. Sumt fólk hefur þessa hæfileika og ég er einfaldlega ekki einn af þeim. Ég get örugglega ýmislegt annað, en man ekkert nægilega merkilegt til þess að nefna hér og nú.

Benedikt Jóhannesson bj@heimur.is

Ítarefni:

Ég taldi að sokkavandi minn væri sértækur vandi sem ég og fáir útvaldir ættu við að stríða. Þar hafði ég rangt fyrir mér. Á mér hefur dunið skeytahríð og greinilega fátt sem er mönnum hugstæðara en einmitt sokkar og flokkun þeirra.

Allmargir hafa minnt á að sokkar komi fyrir víða í bókmenntunum. Þórarinn Eldjárn minnti á ljóð sitt Manstu Kötu? en umrædd Kata með ljósa lokka og yndisþokka dundaði sér við að flokka sokka í sokkaflokka. Auk þess benti hann mér á kvæðabálkinn hér fyrir neðan eftir Garrison Kellor.

Björgólfur Thorsteinsson bekkjarfélagi minn minnti á að Hörður Torfason hefði sungið um tvo sokka.

Garrison Kellor yrkir um stakan sokk og sjálfstæðisbaráttu hans:

THE SOLO SOCK

eftir Garrison Keillor
Of life’s many troubles, I’ve known quite a few:
Bad plumbing and earaches and troubles with you,

But the saddest of all, when it’s all said and done,
Is to look for your socks and find only one.

Here’s a series of single socks stacked in a row.
Where in the world did their fellow socks go?

About missing socks, we have very few facts.
Some say cats steal them to use for backpacks,

Or desperate Norwegians willing to risk
Prison to steal socks to make lutefisk.

But the robbery theories just don’t hold water:
Why would they take one and not take the odder?

Socks are independent, studies have shown,
And most feel a need for some time alone.

Some socks are bitter from contact with feet;
Some, seeking holiness, go on retreat;

Some need adventure and cannot stay put;
Some socks feel useless and just underfoot.

But whatever the reason these socks lose control,
Each sock has feelings down deep in its sole.

If you wake in the night and hear creaking and scraping,
It’s the sound of a sock, bent on escaping.

The socks on the floor that you think the kids dropped?
They’re socks that went halfway, got tired, and stopped.

It might help if, every day,
As you don your socks, you take time to say:

„Thank you, dear socks, for a job that is thankless.
You comfort my feet from tiptoes to ankless,

Working in concert, a cotton duet,
Keeping them snug and absorbing the sweat,

And yet you smell springlike, a regular balm,
As in Stravinsky’s Le Sacre du Printemps,

And so I bless you with all of my heart
And pray that the two of you never shall part.

I love you, dear socks, you are socko to me,
The most perfect pair that I ever did see.“

This may help, but you must accept
That half of all socks are too proud to be kept,

And, as with children, their leaving is ritual.
Half of all socks need to be individual.

 

One comment

  1. Heitasta tískan hjá færustu sparkmeisturum er að vera í mislitum skóm. Gildir ekki sama um sokkana?

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.