Faguryrði

Í tilefni af keppninni um fegursta orðið samdi ég fegursta texta sem hægt er að hugsa sér:

Velkomin,“ sagði ég. „einstök heppni að hitta þig núna.“

Hún brosti svo að sá í spékoppana. Í glugganum á móti blikaði á glerin í sjónaukanum hjá karluglunni sem fylgist með öllu sem gerist í götunni. Ég ætlaði að reka tunguna framan í hann, en mamma hans bað mig að stríða honum ekki því hann er víst veill fyrir hjarta. Enginn þolir hann en allir munu sakna hans þegar hann hrekkur upp af.
Fyrirgefðu,“ svaraði hún annars hugar og það fór fiðringur um mig þegar ég heyrði hana tala. Þó að röddin sé hversdagslegt hljóð verð ég hugfanginn í hvert sinn sem hún opnar munninn. Líklega er ég ekki sami harðjaxl og ég þykist vera. Hún horfði út eins og  hún væri að stara á perrann á móti, þegar hún sagði kotroskin: „Það er gluggaveður.“
 Það hafði myndast töluvert kraðak við skenkinn og það þurfti talsverða seiglu til þess að komast að til þess að fá kaffibolla og kökusneið. Nú var orðið rökkvað, en þó enn ratljóst eins og afi var vanur að segja. Úti í skúmaskoti sat par sem hélst í hendur.
 Ég bauð henni kökudiskinn en hún svaraði: „Bara agnarögn.“
„Agnarögn“ bergmálaði ég, eins og þetta væri merkilegasta orð sem ég hefði heyrt, orð með ívafi  af víðsýni og einurð. En auðvitað voru þetta bara hughrif. Þegar maður hittir konu með sindrandi augu verður maður jafn orðlaus og ungabarn sem hittir ljósmóður í fyrsta og eina sinn á ævinni.
Nú gat öll ævin oltið á því sem ég segði næst, svo ég hugsaði mig lengi um, datt ekkert fallegt í hug nema bárujárn og sagði: „Jæja?“

Efnt var til keppni um 30 fegurstu orðin og ég ákvað að nota þau öll í þennan stutta texta.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.