Veistu ef þú vin átt, þann er þú vel trúir (BJ)

Hlerunarmál Bandaríkjamanna urðu hinum smellna dálkahöfundi Staksteina að yrkisefni síðastliðinn fimmtudag í óvenju snjöllum pistli:

Barak Obama, Bandaríkjaforseti, hefur að sögn embættismanna fullvissað Merkel, kanslara Þýskalands, um að leyniþjónusta Bandaríkjana [svo] „sé ekki að hlera og muni ekki hlera síma kanslarans“.
Yfirlýsing forsetans hafi verið gefin þegar kanslarinn hringdi til forsetans og spurði um þetta.
Merkel bætti því við að hefði síminn hennar verið hleraður þá teldi hún það mjög alvarlegt mál.
Fáum dylst, að það liggur undir í orðum frú Merkel, að þýsk yfirvöld telji sig hafa örugga vissu um fullframið brot Bandaríkjamanna.
Annars hefði hún aldrei hringt úr hleraða símanum.
Á það er sérstaklega bent að Bandaríkjamenn leiða hjá sér spurninguna um hvort sími kanslarans hafi verið hleraður.
Þeir segja aðeins að hann sé ekki hleraður og verði ekki hleraður.
Þeir hafa verið sagðir hafa hlerað síma búrókratanna í Brussel og París og hafa ekki lofað að hætta því.
En eftir að Merkel hefur fengið loforð Obama um að hennar sími verði ekki hleraður, þarf hún ekki að hafa neinar áhyggjur.
Svo lengi sem hún hringir ekki í síma sem er hleraður.

     

Þessi skarpa háðsádeila leiðir hugann að því, að í eina skiptið sem vitað er til þess fyrir víst að sími forsætisráðherra Íslands hafi verið hleraður og símtalið tekið upp á band var þegar hann hringdi í trúnaðarvin sinn í Seðlabankanum um árið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.