Það er einkennilegt hvernig Útvarpið fjallaði um ályktun Evrópuráðsins um réttarhöldin gegn Geir H. Haarde. Látið er líta svo út að aðeins sé verið að staðfesta skýrslu eins hollensks þingmanns og málið hafi því lítið vægi. Þannig er tekið undir bull frá Þuríði Backman sem vissulega sýndi ótrúlegan dómgreindarbrest með því að greiða ein atkvæði gegn skýrslunni (en hinir 83 nefndarmennirnir gerðu hana þar með að sinni).
Dómgreindarbresti Þuríðar má helst jafna við það þegar Steingrímur J. Sigfússon, einn ákærenda í málinu, mætti fyrir Landsdóm sem vitni. Framburður hans var þó nánast eins og gamanþáttur fáránleikans, því að hann hafði ekkert fram að færa sem varpaði ljósi á málsatvik.
Nokkrir þingmenn sem stóðu að ákærunni svara Evrópuráðinu nú hinir hortugustu og telja að lítið sé að marka álit þess. Það passar ágætlega við þá lensku sem nú þykir fín, að hafa skömm á áliti allra útlendinga. Þetta er auðvitað ekkert nýtt. Fyrir hrun voru útlendingar, sem töldu að hér væri eitthvað að, illa upplýstir, illa innrættir og illa gefnir.
Það má aldrei gleymast hvernig atkvæði féllu á Alþingi um þessa kæru sem varð þeim sem að henni stóðu til mikillar minnkunar. Hér er vitnað í frétt á Vísi. Skáletruð eru nöfn þeirra sem enn sitja á þingi. Stjarna þýðir að þingmaðurinn er framsóknarmaður.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Helgi Hjörvar og Skúli Helgason greiddu öll atkvæði með ákæru á hendur Geir Haarde en gegn ákæru á hendur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur
Ólína Þorvarðardóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir greiddu atkvæði með ákæru á hendur Árna Mathiesen og Björgvin G. Sigurðssyni en Skúli Helgason og Helgi Hjörvar greiddu atkvæði gegn ákæru á hendur þeim.
Svona fór atkvæðagreiðslan:
Alls sögðu 33 þingmenn já við ákæru gegn Geir Haarde en 30 sögðu nei.
Já sögðu:
Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, *Ásmundur Einar Daðason, Birgitta Jónsdóttir, *Birkir Jón Jónsson, Björn Valur Gíslason, *Eygló Harðardóttir, Helgi Hjörvar, *Huld Aðalbjarnardóttir, Jón Bjarnason, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Margrét Pétursdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, *Sigurður Ingi Jóhannsson, *Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, *Vigdís Hauksdóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson
Nei sögðu:
Anna Margrét Guðjónsdóttir, Árni Páll Árnason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðbjartur Hannesson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Steingrímsson, *Gunnar Bragi Sveinsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Kristján L. Möller, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Róbert Marshall, *Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigurður Kári Kristjánsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Víðir Smári Petersen, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson
Þennan pistil er gott að geyma