Líf annarra (BJ)

benedikt_2009Sérstæður saksóknari komst í sviðsljósið í liðinni viku þegar í ljós kom að hann hefur stundað þann skemmtilega leik að taka upp símtöl einstaklinga og spila svo fyrir þriðja mann. Þessi iðja er lofsverð, því þannig getur maður fundið út hvað fólk hugsar í raun og veru um mann. Skemmtilegast er að með háttsemi sinni brýtur saksóknarinn lög sem kveða á um að þeim sem hleraður er skuli tilkynnt um hlerunina svo fljótt sem verða má. Hann mun hins vegar lúra á margra ára gömlum upptökum sem hann hefur engum sagt frá.

Bandaríkjaforsetar voru í gamla daga fróðir um einkamál þingmanna því að þeir fengu reglulega skýrslur um hleranir frá hinum geðþekka Ólafi Þ. Haukssyni Bandaríkjanna, J. Edgar Hoover.
Í viðtali við Morgunblaðið sagðist Ólafur ekki geta tjáð sig um einstök mál. Þegar kemur að umræddu úrræði þurfi hins vegar að gæta vel að settum reglum.
„Ákveðnar reglur liggja fyrir um það hvernig viðkomandi er tilkynnt þetta. En það er hins vegar mat rannsóknaraðilans í hvaða röð aðilar eru teknir fyrir sem varða efni símtalsins. Þar af leiðandi er tæknilega mögulegt að ekki séu allir látnir vita á sama tímamarkinu.“
Í sama viðtali dregur Ólafur ekki fjöður yfir ósýnileika sérstaks saksóknara. „Því er ekki að neita að þegar við erum í gögnum erum við ekki mjög sýnileg. Sú vinna sést ekki mikið út á við þó svo að unnið sé af gríðarlegu kappi við að ljúka rannsóknum mála.“
Svo skemmtilega vill til að pistlahöfundur hefur undir höndum eina af upptökunum sem Ólafur hinn ósýnilegi hefur látið vélrita, en hefur enn ekki tilkynnt þeim aðilum sem ræddu saman:
A: Blessuð. Ég var að koma úr yfirheyrslu hjá feita geltinum.
B: Bíddu, ég skil ekki alveg …
A: Jú, þessir lögreglumenn eru ekki skörpustu hnífarnir í skúffunni. Það er greinilegt að þeir skilja ekki mun á debet og kredit.
B: Er ekki debet hægra megin og …
A: Þeir brosa út að eyrum og bjóða manni upp á kaffi og lesa svo einhverjar skýrslur upp og spyrja hvort ég viti um hvað þær fjalla. Ég man auðvitað ekki eftir öllum skýrslum sem ég kann að hafa lesið.
B: Nei, það er skiljanlegt.
A: Svo spurðu þeir mig hvort ég vissi að í skýrslunni væri rangt farið með ákveðna lagagrein.
B: Og vissir þú það?
A: Nei ég hafði aldrei heyrt þessa grein og þá spurðu þeir hvort ég héldi að ég væri ofar lögunum.
B: Það er skiljanlegt.
A: Þessi saksóknari virðist ekki vera sérlega klár miðað við starfsfólkið sem hann ræður.
B: Heldurðu það?
A: Þetta eru þeir mestu bavíanar sem ég hef hitt. Enda töpuðu þeir eina málinu sem þeir fóru með fyrir dómstóla. Mál sem nánast vann sig sjálft. En feiti gleraugnaglámurinn náði að klúðra því.
B: Það er nefnilega það.
C: Hvers konar ósvífni er þetta að tala um opinbera starfsmenn með þessum hætti? Vitið þið ekki að það eru lög sem vernda æru opinberra starfsmanna?
A: Hver var þetta?
B: Ekki veit ég það. Og ég veit reyndar ekki hver þú ert.
A: Er þetta ekki Andrea?
B: Nei, ég heiti Sesselía, kona Ólafs Þ. Haukssonar.
A: …
C: Djöfull fórstu með hann.
B: Hver var þetta?
C: Hef ekki hugmynd. Ég var að hlera símann þinn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.