Bræður munu berjast og systur líka (BJ)

Össur og Ingibjörg Sólrún eiga eftir að leggja undir sig fjölmiðlana næstu mánuðina. Sama hvort mönnum líkar betur eða verr, vorið verður einn Samfylkingarsöngur. Þó er alls óvíst að mikill samhljómur verði í þeim söng. En hvort þeirra vill fólk heldur fá sem forsætisráðherra? Tja …

Sannast sagna er þetta ekki einfalt val. Össur er viðkunnanlegur náungi, skemmtilegur í þorrablótum og oft orðheppinn. En það sama má segja um Jóhannes eftirhermu og fæstir vildu í alvöru fá hann sem forsætisráðherra. Össur hefur öðrum fremur verðskuldað nafnbótina pólitískur vindhani og skammast sín örugglega ekki fyrir hana. Hann byrjaði sem Alþýðubandalagsmaður (reyndar hefur hann líklega fyrst verið Sjálfstæðismaður, en þá var hann ungur og saklaus) og bauð sig fram til borgarstjórnar árið 1986. Þá krafðist hann þess að verða talsmaður flokksins í rökræðum og taldi sig mun betur til þess fallinn en oddvita flokksins. Eftirminnileg voru ummæli hans um að pólitískar hreinsanir meðal embættismanna borgarinnar væru nauðsynlegar. Þegar Davíð Oddsson borgarstjóri neri Össuri þessu um nasir bætti hann gráu ofan á svart með því að neita því að hafa sagt þetta. Ingibjörg Sólrún, svilkona Össurar og þá Kvennalistakona, staðfesti mál Davíðs. Ingibjörg og Davíð komust í borgarstjórn.

Össur átti síðan stuttan feril í atvinnulífinu. Hann var aðstoðarforstjóri Reykvískrar endurtryggingar um hríð. Síðar átti hann og rak fiskeldisfyrirtæki, sum með öðrum. Ekkert þessara fyrirtækja mun starfa enn. Árið 1991 var hann orðinn Alþýðuflokksmaður og varð ráðherra tveimur árum seinna, en nánast allir þingmenn flokksins urðu ráðherrar á því kjörtímabili. Eitthvað mætti rifja upp af samræðum hans við undirmenn sína á því kjörtímabili og óvíst að allt beri því vitni að þar tali þjónn fólksins.

Þegar Samfylkingin var stofnuð hafði Sighvatur Björgvinsson þau orð að stefna ætti á 40% fylgi. Allt undir 30% yrði tap. Sighvatur rifjaði þessi orð ekki upp eftir kosningar. Össur formaður var í öðru sæti í Reykjavík.

Á næstu árum styrktist flokkurinn örugglega mjög mikið. Árið 2003 hafði hann tvöfalda leiðsögn. Hefði hann unnið hefði Ingibjörg  Sólrún orðið forsætisráðherra. Össur hélt forystunni.

Ingibjörg Sólrún kemur fyrir sem hörkutól, kaldrifjaður foringi og hefur tamið sér hroka þess sem ræður. Hún byrjaði sem Alþýðubandalagsmaður að menn héldu (reyndar hefur hún líklega fyrst verið Sjálfstæðismaður, en þá var hún ung og saklaus) en bauð sig fram hjá Kvennaframboðinu árið 1982 og komst í borgarstjórn. Hún gat sér frægð fyrir að greiða ekki atkvæði um Evrópska efnahagssvæðið þegar málið var til afgreiðslu á Alþingi og upp úr því varð hún foringi R-listans með því að vera ekki í neinum af flokkunum sem í honum eru.

Árið 1994 vann hún borgina og hélt henni 1998 og 2002. Ferillinn minnti óneitanlega á Davíð Oddsson, sem Ingibjörg virðist taka sér til fyrirmyndar í mörgu. Sama ár var hún hrakin úr borgarstjóraembættinu eftir að hafa lofað að fara ekki á þing, en vildi samt fara í framboð fyrir Samfylkinguna. Árið eftir varð hún svo ríkisstjórnarforingi Samfylkingarinnar meðan Össur var kandídat sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Í Borgarnesræðu valdi hún sér uppáhalds kapítalista, Jón Ólafsson.

Af einhverjum ástæðum vildi hún svo ekki fella Össur að sinni sem formann að sinni, en næst lofaði hún að fara fram. Og stendur við það. Fréttablaðið birti við hana auglýsingaviðtal í liðinni viku með platatmynd fremst. Þegar svo er birt viðtal við Össur er gert grín að honum með því að birta neðst á síðunni auglýsingu frá Létt og laggott, málband sem nær yfir þvera síðuna.

Eini séns Össurar er að það býst enginn við því að hann eigi séns.

Benedikt Jóhannesson

PS. Lauk við Baróninn. Hann er fínn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.