Eiga Bandaríkjamenn sinn Ástþór? (BJ)

Ég var að heyra það að Ralph Nader ætlar að bjóða sig fram til forseta í Bandaríkjunum. Þá datt mér í hug: Ástþór er ekki einn í heiminum. Því Ralph, gamli neytendafulltrúinn, bauð sig líka fram árið 2000. Demókratar eru á taugum, því þeir kenna Ralph um að hafa fellt sinn mann árið 2000. Það er nefnilega stundum þannig að þriðji maðurinn getur haft sitt að segja. Kannski felldi Perrot Bush gamla árið 1992. Og kannski hefði annar orðið forseti hér á landi árið 1996 ef frambjóðendurnir hefðu bara verið tveir.

Það er einkennandi fyrir spjallþætti, að þangað þarf fólk og fólkið þarf að fylla upp í þann tíma sem þátturinn tekur. Um daginn var Kastljós um kosningarnar í Bandaríkjunum. Einn þátttakandinn fræddi okkur á því að Repúblikanar ynnu alltaf í Suðurríkjunum. „Þannig var það hjá Nixon og fyrir þann tíma,“ sagði viðmælandinn okkur. En þannig var það nefnilega alls ekki fyrir tíma Nixons. Demókratar áttu alltaf suðrið. Ástæðan var sú að Abraham Lincoln var Repúblikani og hann lét Suðurríkjamenn hætta þrælahaldi. Annar spurði hvort menn héldu virkilega að Drudge, kjaftasögukall sem skemmti síðast með sögum af meintu framhjáhaldi Kerrys, væri Repúblikani. „Það var var Drudge sem kom með söguna af Moniku Lewinsky.“ Það er nú það.

Á laugardagsmorgnum fær Þorfinnur Ómarsson fólk til þess að ræða um fréttir liðinnar viku. Núna var þar einhver (einu sinni sem oftar) sem hafði ekki skoðun á neinu. Fannst að vísu flest asnalegt, til dæmis að þingmenn hefðu ekki allir sömu skoðun. Auðvitað er Þorfinni vorkunn. Hann er að reyna að drattast ekki alltaf með sama liðið og líklegast er hann búinn með alla sem hafa skoðun.

En aftur til Bandaríkjanna. Ég veit sáralítið um Kerry. Hann virðist ekki jafnleiðinlegur og Gore eða jafnvitlaus og Bush. Að vísu er Bush ekki alls varnað. Hann stóð sig bærilega eftir 11. september. Og hefði hann vitað hvað hann átti að gera eftir að hann vann Írak þá væri hann með pálmann í höndunum. En þeim hefur ekki haldist vel á stríðssigrum feðgunum, þannig að það er vel hugsanlegt að Kerry vinni. Og þá gæti orðið gaman því að konan hans hefur skoðanir á öllu og gæti orðið líflegasta forsetafrú frá því að Betty Ford gekk þar um sali. Það kom reyndar í ljós eftirá að Betty var mikið full á þessum tíma.

Vandinn er sá að það skiptir máli hver vinnur í forsetakosningum í Bandaríkjunum ólíkt því sem gildir hér á landi. Flestir aðrir en Bush hefðu ekki farið í stríð við Írak. En árásin á tvíburaturnana breytti viðhorfi hans og hann telur örugglega að sér beri að verða fyrri til. Hefur hann rétt fyrir sér? Það er ómögulegt að svara því vegna þess að við verðum aldrei vör við árásirnar sem hann kemur í veg fyrir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.