Verðbréfakerfið Arður á markað

BENEDIKT Jóhannesson og Gísli Hjálmtýsson hafa hannað verðbréfakerfið Arð, sem er fyrsta kerfið á íslenskum markaði, sem vinnur „native“, þ.e. enginn hermibúnaður er notaður — vélin vinnur sjálf, að sögn Gísla. Þeir félagar unnu til verðlauna í hugmyndasamkeppni IBM fyrir tveimur árum, voru þá með frumdrög að kerfinu, sem þeir hafa síðan verið að fullhanna. Fyrir u.þ.b. ári tók fyrsta fyrirtækið, Almennar tryggingar, kerfið í notkun.

Kerfið er notað á millistærðir af IBM-tölvum, System/36, System/38 og nú síðast á hina nýju IBM AS/400, þar sem kerfið vinnur „native“ eða sjálft, eins og áður segir og fullnýtir þar með kosti vélarinnar. Gísli Hjálmtýsson segir að Arður sé öflugt innheimtukerfi, sem hafi ýmsa upplýsingamöguleika. Það geri stjórnendum fyrirtækja kleift að fylgjast vel með greiðslustöðu hvers bréfs og hægt sé að láta kerfið útbúa tilkynningar og ítrekanir til greiðenda. Sé bréf sent í innheimtu megi sjá upplýsingar á tölvuskjánum hvar bréfið sé staðsett, t.d. hvort það sé hjá lögfræðingi, í banka eða annars staðar. Með kerfi sé unnt að útbúa greiðslu- og/eða innheimtuáætlanir. Með því móti geti fjármagnseigendur gert áætlanir um hvernig ráðstafa megi innheimtufjármagni. Þá fylgist kerfið með skuldastöðu einstakra greiðenda og sýni heildarskuld greiðandans, hvort sem er í krónum eða í hlutfalli af heildareign. Einnig bjóði hugbúnaðurinn upp á að reikna raunávöxtun einstakra bréfa eða alls bréfasafnsins. Þannig sé hægt að fylgjast með raunverulegum árangri af fjármálastefnu fyrirtækisins.

Birtist í Morgunblaðinu 21.3.1989

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.