Um hvað verður kosið í haust?

Svarið er einfalt þótt hægt sé að setja það fram á ýmsa vegu:

Við kjósum milli framþróunar og stöðnunar.

Við kjósum milli frjálslyndis og afturhalds.

Við kjósum milli hagkvæmni og sóunar.

Við kjósum milli sanngirni og vinargreiða.

Við kjósum milli alþjóðahyggju og einangrunarstefnu.

Við kjósum milli lýðræðis og stjórnlyndis.

Við kjósum um hvort allir eru jafnir eða sumir jafnari en aðrir.

Við kjósum um hvort er mikilvægara, fólkið eða kerfið.

Við kjósum milli vitrænnar umræðu og lýðskrums.

Við kjósum milli opins og gagnsæs stjórnkerfis og leyndarhyggju.

Við kjósum milli hagræðingar og skattahækkana.

Við kjósum milli hófsemi og óráðsíu.

Við kjósum milli frjálsrar samkeppni og fákeppni útvalinna.

Við kjósum milli alvöru gjaldmiðils og krónunnar.

Við kjósum milli góðs viðskiptasiðferðis og spillingar.

Við kjósum milli hugsjóna og metorðagirndar.

Við kjósum milli heiðarlegra vinnubragða og klækjastjórnmála.

Við kjósum milli almannahagsmuna og sérhagsmuna.

Allir eiga að hafa sama rétt.

Sjávarútvegur borgi markaðstengt auðlindagjald með því að árlega fari ákveðinn hluti kvótans á markað.

Hættum að vernda bankana gegn alþjóðlegri samkeppni með því að nota mynt sem enginn alþjóðlegur banki þorir að vinna í.


Landbúnaður á að lúta lögmálum almennrar samkeppni og bændur að taka ákvarðanir á viðskiptalegum forsendum. Hætt verði að skilyrða styrki til landbúnaðar og dregið úr þeim í áföngum jafnframt því sem innflutningshöft og tollar á landbúnaðarvörur verða afnumin.

Ríkið hætti að sinna verkefnum sem einkaaðilar geta vel annast.

Sýnum þann metnað að námsárangur í grunn- og framhaldsskólum nái að minnsta kosti meðaltali innan OECD.

Réttindi einstaklinga og fyrirtækja gagnvart ríkinu verði tryggð þannig að ríkið uppfylli sjálft kröfur um eðlilega stjórnsýslu.

Kosningaréttur á að vera jafn, óháð búsetu.

Ríkið á að búa til umgjörð stöðugleika sem dregur úr hættu á því að pólitíkusar, auðjöfrar eða sérhagsmunahópar geti ráðskast með þjóðina og eignir hennar. Hluti af þessari umgjörð er breytt stjórnarskrá sem tryggir að almenningur geti komið að málum ef ákveðinn fjöldi kjósenda krefst þess.

Um allt þetta ættum við að kjósa. Við vitum að óbreytt ástand er í boði, en spurningin er: Verður einhver trúverðugur kostur í framboði til þess að hrinda breytingum í framkvæmd?


Birtist í Morgunblaðinu 8.6.2021.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.