Í könnun Maskínu um afstöðu fólks til veggjalda má líka lesa út fylgi stjórnmálaflokkanna, ef kosið væri til Alþingis núna. Í könnuninni sem gerð var 14. til 28. desember kemur fram að talsverðar yrðu á fylgi flokkanna. Að undanförnu hefur komið fram að Miðflokkurinn og Flokkur fólksins myndu standa tæpt ef kosið væri nú. Báðir flokkarnir ná þó inn mönnum samkvæmt könnuninni, 3 til 4 hvor.
Könnunin staðfestir að Samfylkingin vinnur á og fengi samkvæmt könnuninni 11 þingmenn, en talsvert bil er milli hennar og Sjálfstæðisflokks sem fengi 17 þingmenn sem er einum meira en nú. Framsókn tapar ekki miklu fylgi, en tapar þó tveimur mönnum miðað við síðustu kosningar, en þá voru úrslit flokknum hagfelld upp á þingmannafjölda.
VG bíður afhroð og tapar nærri helmingi sinna þingmanna og er með innan við 10% fylgi. Flokkurinn mældist með um 30% í skoðanakönnunum skömmu fyrir kosningarnar 2017.
Píratar mælast með átta þingmenn eða tveimur fleiri en síðast og Viðreisn með sama þingmannafjölda, sem er tvöföldun frá því sem nú er.
Ríkisstjórnarflokkarnir væru með 29 þingmenn, frjálslyndu flokkarnir Viðreisn, Píratar og Samfylking fengju 27 og popúlistaflokkarnir 7 þingmenn. Engar tveggja flokka stjórnir væru mögulegar, en Samfylking og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað þriggja flokka stjórn með annað hvort Pírötum eða Viðreisn.
Fylgi | Þingmenn | Þm. nú | Lægri mörk | Efri mörk | |
Flokkur fólksins | 5,4% | 3 | 4 | 3,4% | 7,3% |
Framsókn | 9,3% | 6 | 8 | 6,8% | 11,9% |
Miðflokkur | 5,8% | 4 | 7 | 3,7% | 7,8% |
Píratar | 12,7% | 8 | 6 | 9,8% | 15,6% |
Samfylking | 17,9% | 11 | 7 | 14,5% | 21,2% |
Sjálfstæðisflokkur | 27,0% | 17 | 16 | 23,2% | 30,9% |
Viðreisn | 12,3% | 8 | 4 | 9,5% | 15,2% |
VG | 9,5% | 6 | 11 | 7,0% | 12,1% |