Við verðum að halda áfram stöðugri hagstjórn

Hanna Katrin Friðriksson bendir í sjónvarpsumræðum á að Viðreisn stóð við loforðin í síðustu fjármálaáætlun og ríflega það.

Það er aftur á móti dapurlegt að heyra hvernig Logi og Katrín Jakobsdóttir tala niður heilbrigðisþjónustuna, heilbrigðisþjónustu sem virtasta læknatímarit heims taldi þá næstbestu í heimi.

Frasar eins og sveltistefna og að fólk hafi ekki efni á að fara til læknis eiga ekki við nein rök að styðjast. Fjármunir hafa verið stórauknir frá því að þessir tveir flokkar voru í ríkisstjórn og greiðsluþátttaka almennings hefur lækkað verulega frá 1. maí síðastliðnum.

Loksins er nýr Landspítali inni í fjármálaáætlun til fimm ára. Ég heyri það að Sigmundur Davíð og Inga Sæland vilja tefja málið enn og finna nýjan stað fyrir spítalann. Hluti af árangursríkum stjórnmálum er að þora að taka ákvörðun

Hanna Katrín kom að kjarna málsins þegar hún talar um að það þurfi að vega að rótum vandans með lausnum, en ekki bara tala um vandamálin. Vextir verða lækkaðir með stöðugri mynt og stöðugleika.

Við verðum að halda áfram stöðugri hagstjórn með lækkun skulda og minni vaxtabyrði eins og gerst hefur með Viðreisn við stjórn efnahagsmála.

Við höldum áfram baráttunni fyrir gagnsæi eins og við gerðum með því að opna reikninga ríkisins. Við ætlum að ná húsnæðiskostnaði ungs fólks niður með auknu lóðaframboði og meiri notkun á séreignasparnaði til útborgunar íbúðar.

Svo ætlum við að afnema frítekjumarkið svo að fólk geti unnið meðan það hefur vilja og getu til.

Aðrir höfðu lítið til málanna að leggja þannig að Viðreisn er eini flokkurinn með skýra stefnu og lausnir til breytinga og kjarabóta.

VG ætlar að hækka skatta um 334 milljarða á „einhverja aðra en almenning“ og Miðflokkurinn nýi er með þá stefnu eina að ríkið eignist allt bankakerfið með þeirri áhættu sem því fylgir. Það væri þá hægt að eyða helmingnum af skattahækkunum VG í að kaupa Arionbanka.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.