Enginn þrýstingur

Ég er almennt ekki mjög áhyggjufullur af heilsunni og hef sem betur fer verið heilsugóður alla tíð. Þó hef ég í mörg ár verið með of háan blóðþrýsting, sem ég hef haldið niðri með daglegum pillum og kenni mér einskis meins.

Nú eru birgðirnar á þrotum og ég skrapp til læknis í dag til þess að fá nýja uppáskrift. Læknirinn tók því vel, en byrjaði auðvitað á því að mæla blóðþrýstinginn.

Hann smellir á mig græjunum, mælir eftir kúnstarinnar reglum og horfir svo á mig og hristir höfuðið.

„100 yfir 65, segir hann. Af því að ég hef oft farið í svona mælingu áður veit ég að þetta eru efri og neðri mörk á einhverju, en ég er vanari tölum eins og 145 yfir 90.

„Það er augljóst að þú ert með allt of lágan blóðþrýsting.“

Þetta hafði ég aldrei heyrt áður, en segi við hann:

„Það er auðskilið. Nú er maður kominn í svo rólegt umhverfi.“

(Myndin tengist sögunni ekki beint)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.