Enginn vill krónuna

Margir hafa spurt mig hvernig viðbrögð ég hafi fengið við greininni í Fréttablaðinu í gær. Ég verð að svara því sannleikanum samkvæmt að þau hafa að langmestu leyti verið jákvæð.

Upp hefur komið sá misskilningur að um þetta mál séu deilur innan ríkisstjórnarinnar. Þetta má til dæmis skilja á fyrirsögn Kjarnans, sem yfirleitt fer nokkuð rétt með staðreyndir. Fyrirsögnin er „Augljósar deilur ríkisstjórnarflokka um krónuna“, en hið rétta kemur fram í undirfyrirsögn, þ.e. að deildar meiningar eru milli flokkanna og eru ekki sérstakar fréttir og um það eru engar deilur.

Sjálfstæðisflokkurinn var árið 2009 þeirrar skoðunar að stjórnvöld ættu að leita eftir samstarfi við AGS um upptöku evru sem gjaldmiðil í sátt og samvinnu við Evrópusambandið. Ekki reyndi á þessa leið eftir kosningarnar, því að flokkurinn komst ekki í stjórn. Hann hefur síðar hallast meira að krónunni.

Um það er aftur á móti mikil samstaða innan ríkisstjórnarinnar „að draga úr þeim miklu sveiflum sem verið hafa á gengi krónunnar“ eins og segir í stjórnarsáttmálanum. Nefnd sérfræðinga er í gangi til þess að vinna að tillögum sem leiða til þessarar niðurstöðu.

Um það er líka fullkomin samstaða að stefna beri að efnahagslegum stöðugleika, en hluti af því að Ísland uppfylli svonefnd Maastricht-skilyrði. Nú vantar okkur bara að uppfylla skilyrðið um lága vexti.

Viðreisn lagði til myntráð sem lausn til stöðugleika, en engum blandast hugur um að mestur stöðugleiki fylgir því að taka upp gjaldmiðil sem nær til stórs hluta viðskiptasvæðis Íslands. Samt væri kjánalegt af okkur að útiloka aðrar lausnir sem leiða til sömu niðurstöðu.

Auðvitað var grein mín skrifuð til þess að hafa áhrif, benda á lausnir og reyna að vinna þeim fylgi. Það er hlutverk stjórnmálamanna að vera með framtíðarsýn, benda á vandamál og lausnir við þeim. Þetta tekur allt tíma eins og Halldór bendir á í meðfylgjandi mynd. Einmitt þess vegna þurfum við að byrja.

Mér finnst svolítið kómískt að heyra að ekki megi setja fram skoðanir nema allir séu sammála um þær. Á sínum tíma fengu Íslendingar aðild að innri markaði Evrópusambandsins (sem þýðir aðild að stærstum hluta samstarfsins) fyrir harðfylgi manna eins og Davíðs Oddssonar og Björns Bjarnasonar, sem létu það ekki á sig fá þó að margir væru þeim ósammála, jafnvel innan þeirra eigin flokks.

Og fyrst ég er farinn að rifja upp söguna má minna á viðtal kanadísks fjölmiðils við þáverandi formann Framsóknarflokksins, sem þá fannst ekki útiokað að taka upp annan gjaldmiðil en krónuna: „One political party, the Progressive Party, is supportive. “If we are going to adopt another currency, then the Canadian dollar looks very promising,” says leader Sigmundur Gunnlaugsson. They’re not after a currency union, but a unilateral adoption similar to El Salvador’s 2001 switch to the U.S. dollar.“ Sjá: Will Iceland get loonie? í Canadian Business í nóvember 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.