Undanfarna viku hafa margir sagt mér góða tíuþúsundkrónu brandara sem ég hlæ dátt að í hvert skipti.
Nú er aftur á móti hafin ný bylgja þar sem ókunnugt fólk kemur til mín og vill fá mynd af sér með mér og seðlinum góða.
Ég tek því alltaf vel eins og sést á meðfylgjandi mynd. Svo geri ég seðilinn auðvitað upptækan, en fólkið á myndirnar og minningarnar svo allir eru glaðir.