H & A – Blekkingum var beitt

Einhverjir undruðust afdráttarlausa afstöðu mína gagnvart svikunum í Hauck & Aufhäuser. Skoðun mín á því máli var ekki ný. Þann 8. júlí árið 2005 setti ég fram þá skoðun í pistli í Vísbendingu að nauðsynlegt væri „að hefja viðamikla rannsókn á aðkomu hans að Búnaðarbankanum því að fullyrðingar Vilhjálms eiga vissulega við rök að styðjast. Þá sést hvort blekkingum var beitt eða hvort hér er um að ræða röð sérkennilegra tilviljana í bókfærslu og tilkynningum.“

Pistillinn, sem ekki er langur, fer hér á eftir:

Veigamikil rök 

Viðskiptaráðherra var afdráttarlaus í afstöðu sinni um kaup þýska bankans Hauck und Aufhäuser á Búnaðarbankanum. í fréttum RÚV 1. júlí sagði Valgerður „að það fari ekki á milli mála að H & A hafi átt hlut í Búnaðarbankanum. Fullyrðingar Vilhjálms Bjarnasonar, stundakennara við Háskóla Íslands, um annað eigi ekki við rök að styðjast.“

Í Morgunblaðinu 17. janúar 2003 var líka sagt: „H & A, sem nú er orðinn stærsti eignaraðili Búnaðarbankans með 16,3% hlut, er 206 ára þýskur einkabanki. … H&A er minni en Búnaðarbankinn og þess vegna lítill á þýskan mælikvarða, en arðsemi hans hefur verið góð eða nær 30% eftir skatta á síðustu þremur árum.“

Í yfirlýsingu frá þýska bankanum 27. júní síðastliðinn segir: „H&A bankanum bauðst á sínum tíma að taka þátt í útboðsferli vegna sölu íslenska ríkisins á Búnaðarbanka íslands hf. Að okkar mati var Búnaðarbankinn áhugaverður fjárfestingarkostur, þrátt fyrir að verðið væri hátt á þeim tíma…. Undirritaður hefur notið þess að sitja í stjórn bankans allt þar til ég gekk úr stjórn bankans á síðasta aðalfundi, og vona að framlag mitt hafi orðið til góðs. … Á því tímabili sem við höfum átt hlutabréf í Eglu hf., en það félag á hlutabréf í Búnaðarbankanum og síðar í Kaupthing banka hf, hafa þau verið bókuð í ársreikningi bankans.“

Þessi tilkynning virðist undarlega loðin og í Fréttablaðinu hafa komið fram efasemdir um uppruna hennar og íslenska þýðingu. Svo er að sjá að H & A hafi ekki getið um það í ársreikningi hver aðaleign Eglu væri, en KB-banki er mun stærri en H & A. Það er líka einkennilegt að bankinn, sem sagður er hafa skráð hlutinn í veltubók, skuli hafa haft mann i stjórn. Veltubók er hugsuð fyrir skammtímafjárfestingar en þegar þýski bankinn var sagður kaupa var talað um fjárfestingu til tveggja ára hið minnsta.

Nauðsyn er að hefja viðamikla rannsókn á aðkomu hans að Búnaðarbankanum því að fullyrðingar Vilhjálms eiga vissulega við rök að styðjast. Þá sést hvort blekkingum var beitt eða hvort hér er um að ræða röð sérkennilegra tilviljana í bókfærslu og tilkynningum. – bj

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.