Að sitja kyrr á sama stað – samt að ver‘ að plotta (BJ)

Það er gaman að vinna með nýjum stjórnmálaflokki. Samt verð ég verð að játa að það er svolítið kúnstugt að heyra menn út í bæ vera að með alls kyns kenningar um sjálfan mig og það sem ég er að sýsla, sérstaklega þegar maður hefur ekki heyrt um það sjálfur fyrr en maður les það á netinu.

Ragnar Önundarson segir á FB að það sé „næstum aðdáunarvert“ hvernig Engeyingarnir bera sig að. Svo rekur hann það stofnun Viðreisnar sé plott mitt „Engeyingsins góða“ og Bjarna Ben. um að sameina alla sjálfstæðismenn aftur eftir fjögur ár og „elítan herði járngreip sína um stjórnkerfið.“

Jón Viðar Jónsson efast um þessa samsæriskenningu, fólk vilji sjá hér „sæmilega heiðvirðan flokk“, en Benedikt sé „á gamals aldri … að fullnægja persónulegum metnaði sínum“ sem hann óttast að verði Viðreisn dýrkeypt.

Svo frétti ég að hópur manna í ákveðnum flokki hefði komið saman til þess að búa til strategíu „gegn Viðreisn“. Farsælast myndi að spyrða hana saman við Samfylkinguna.

Ólyginn sagði mér að ungir sjálfstæðismenn hefðu sagt á ÍNN að hjá Viðreisn væri það fámennur hópur sem raðaði á lista eftir eigin geðþótta. „Lýðræðislegt einræði Benedikts Jóhannessonar“, var það kallað.

Kannski er ekki alveg rétt með farið, en ég vona það, af því að mér finnst þetta skemmtilegur frasi. Mér er sagt að Tómas afi minn hafi alltaf verið hrifinn af „menntuðu einveldi“ sem var stjórnarstefna upplýstra konunga á 18. öld. En nú tekur „lýðræðislegt einræði“ við. Það hlýtur að vera svolítið skemmtilegt líka.

Morgunblaðið hefur strax tekið þá stefnu að halda fram alls kyns vitleysu um Viðreisn og beita svo aðferðinni að láta okkur neita. Johnson Bandaríkjaforseti fann þessa aðferð upp á sínum tíma, að ljúga upp á andstæðinginn og „let the bastard deny it.“

Svona getur maður setið heima hjá sér án þess að tala við nokkurn mann, en samt verið í alls kyns plottum.

Jónas Hallgrímsson varð fyrir svipaðri upplifun og orti:

Eg er kominn upp á það

– allra þakka verðast –

að sitja kyrr í sama stað,

og samt að vera’ að ferðast.

 

Ef enginn talar orð við þig,

á það skylduð hlýða!

þá er að tala við sjálfan sig

og svo er um það að ríða.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.