Vertu blessaður

Þetta var skemmtilegur dagur. Fór norður til Akureyrar í morgun og hélt svo beint á Dalvík. Þar heimsóttum við ýmis fyrirtæki, stofnanir og staði. Þó að okkur hafi alls staðar verið tekið vel þá var heimsóknin í Dalbæ, sem er heimili aldraðra, eftirminnilegust. Þar var spilað á píanó þegar við komum og mikið fjör og gleði.

Við Betty höfðum komið þarna í fyrra og minntumst skemmtilegra stunda, en ef eitthvað var voru móttökurnar enn skemmtilegri núna. Á svona stöðum spjöllum við bara um daginn og veginn, rekjum saman ættir og annað smálegt.

Þessi fallega kona á myndinni kallaði á eftir mér þegar ég var að fara, því að hún vildi kveðja mig. Við höfðum hist í fyrra og tekist í hendur þá og hún vildi að við gerðum það líka núna. Svona hlýlegar móttökur hjá góðu fólki verða til þess að maður sofnar glaður að kvöldi.

Færðu inn athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.