Jólasveinninn kemur í kvöld

Nú hlustum við öll svo hýrleg og sett,
ekki nein köll því áðan barst frétt:
Jólasveinninn kemur í kvöld!

Áðan barst frétt frá Danmörku: Ríkisstjórnin hefur tilkynnt að stórauknum fjármunum verði varið til varna á Grænlendi eftir að verðandi Bandaríkjaforseti ítrekaði mikilvægi þess að Bandaríkin eignuðust landið.

Hann arkar um sveit og arkar í borg
og kynja margt veit um kæti og sorg.
Jólasveinninn kemur í kvöld!

Áðan barst frétt frá Súdan: Hungursneyð nær nú til fimm svæða þar sem um 25 milljón manns búa, um helmingur þjóðarinnar.

Hann sér þig er þú sefur,
hann sér þig vöku í.
og góðum börnum gefur hann
svo gjafir, veistu’ af því.

Áðan barst frétt frá Úkraínu: Rússar herða loftárásir víða um Úkraínu nú á jóladag. Árásirnar eru sem kunnugt er svar Pútíns við þeirri ögrun Úkraínu að vera sjálfstætt land.

Nú hlustum við öll svo hýrleg og sett,
ekki nein köll því áðan barst frétt:
Jólasveinninn kemur í kvöld!

Áðan barst frétt frá Betlehem: Engin hátíðahöld verða nú fremur en í fyrra vegna stríðsins í Gaza.

Með flautur úr tré og fiðlur í sekk,
bibbidíbe og bekkedíbekk.
Jólasveinninn kemur í kvöld!

Áðan barst frétt frá Suður-Súdan: Í flóttamannabúðum nálægt höfuðborginni Juba hafa komið upp 1.700 tilvik þar sem grunur er um kóleru. Þegar hafa 25 látist.

Og brúður í kjól sem bleyta hvern stól,
flugvélar, skip og fínustu hjól.
Jólasveinninn kemur í kvöld!

Áðan barst frétt frá Magdeburg: Öfgahreyfingin AfD efnir til fjöldafundar eftir að súdanskur læknir ók bíl á jólamarkað, drap fimm og særði meira en 200. Engu skiptir þótt læknirinn hafi verið yfirlýstur stuðningsmaður AfD, tækifærið þarf að nýta.

Og engan þarf að hryggja
því allir verða með
er börnin fara’ að byggja sér
bæ og þorp við jólatréð
.

Áðan barst frétt frá Moskvu: Jólaárásin á Úkraínu náði markmiðum Pútíns.

Hæ! Nú hlustum við öll svo hýrleg og sett,
ekki nein köll því áðan barst frétt:
Jólasveinninn kemur í kvöld.

Áðan barst frétt frá Bandaríkjunum: Trump lýsir því yfir að 20. janúar verði dagur frelsunar í Ameríku.

Færðu inn athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.